Mánudagsfréttir

Nú um helgina var skrifað undir nýjan langtímasamning um Gljúfurá í Borgarfirði. Áin hefur verið bakbein í flóru laxveiðiáa Stangaveiðifélagsins til fjölda ára og verður hún áfram í boði fyrir félagsmenn SVFR á næstu árum. Samstarf SVFR og Veiðifélags Gljúfurár hefur verið mjög gott í gegnum tíðina og hefur áin verið gífurlega vinsæl meðal félagsmanna okkar. Áin opnaði nú rétt fyrir helgi, en fór nokkuð rólega af stað. Eitthvað hefur þó bæst í göngur síðustu daga og þegar þessi orð eru skrifuð eru tæplega 100 laxar gengnir í gegnum teljarann.

Fáskrúð opnaði nú á föstudaginn og náðust tveir laxar á land og slatti lak af eftir snarpar baráttur. Það var mál manna að veiðihúsið sé að verða eitt það flottasta á landinu, þannig að þeir veiðimenn sem eru að fara í Fáskrúð á næstu dögum og vikum geta látið sér hlakka til koma í endurbætt húsið.

Mynd: Frá undirskrift nýs samnings um Gljúfurá, Magnús Fjeldsted, formaður Veiðifélags Gljúfurár og Hörður Birgir Hafsteinsson, stjórnarmaður SVFR.

By admin Fréttir