Lokatölur úr ám SVFR

Í vertíðarlok er gaman að rýna í tölur og taka saman hvernig sumarið gekk. Af ársvæðum SVFR má segja að almennt hafi veiðin gengið vel.

Í Langá var veiðin sambærileg miðað við í fyrra og yfir 5 ára meðaltali en undir 10 ára meðaltali. Þrátt fyrir að ágústmánuður hafi verið nokkuð erfiður sökum vatnsleysis og kulda var heildarveiðin góð eða 1635 veiddir laxar. Miðað við að mikill fiskur var í ánni þá má ætla að ef að skilyrðin hefðu verið betri í ágúst hefði auðveldlega verið hægt að ná 10 ára meðaltalinu.

Sama var upp á teningnum varðandi Staumfjarðará og Haukadalsá. Erfiðar aðstæður í ágúst drógu niður veiðitölur en þrátt fyrir það var árangurinn þar feykigóður.

Það er áhugavert að sjá mikla veiðiaukningu í Soginu – Bíldsfelli (+128,1%) og í Korpu (+106,2) þar sem veiðin rúmlega tvöfaldast milli ára þrátt fyrir að stangarnýting hefði getað verið miklu betri. Það verður spennandi að fylgjast með gangi mála í Soginu á næstu árum, en búið er að semja um netin fari upp í Ölfusánni auk þess sem ákveðið hefur verið að Sogið verði eingöngu veitt á flugu. Þess má geta að Sogið hefur allt til að bera til þess að vera veidd eingöngu á flugu og má benda á að um helmingur alls afla árið 2017 var veiddur á flugu.

Elliðaárnar státa af frábærri veiði í sumar og langt yfir 10 ára meðaltali, en þar veiddust um 960 laxar í sumar.

Hér fyrir neðan má sjá töflu með upplýsingum um lokatölur í ám SVFR bæði 2018 og 2017, breytingu milli ára auk þess 5 ára og 10 ára meðaltöl.

 

 

 

Með veiðikveðju og takk fyrir sumarið!

SVFR

By admin Fréttir