Lokað sumardaginn fyrsta

Skrifstofan verður lokuð á morgun, sumardaginn fyrsta.

Við viljum minna á veiðigleðina við Elliðavatn, boðið verður upp á leiðbeiningar og góð ráð um vatnaveiði. Caddisbræðurnir Hrafn og Ólafur Ágúst ásamt Ólafi Tómasi í Dagbók Urriða, sem saman standa að Tökustuði (tokustud.is), verða á staðnum. Starfsmenn Skógræktarfélags Reykjavíkur verða á staðnum og kynna félagið. Hressing í boði í tilefni dagsins. Öll velkomin og frítt að veiða í vatninu.

Hér er hlekkur á viðburðinn

 

 

By Árni Kristinn Skúlason Fréttir