Leirvogsá – Fréttir og laus leyfi

Leirvogsá er búin að vera frábær í sumar, áin er búin að vera í flottu vatni og hafa veiðimenn sagt að hún er full af laxi. Eftir rigningarnar í síðustu vikur hefur laxinn straujað upp ánna og er nú vel dreifður um alla á.

September er afar vanmetinn tími í Leirvogsá og segja sumir að hann er skemmtilegastur. Laxinn er dreifður og hefur lax veiðst í Tröllafossi sem er efsti veiðistaðurinn. Gljúfrið þar fyrir neðan er stórbrotið og upplifunin er eins og að vera upp á hálendi. Sjóbirtingurinn er farinn að ganga á fullu á þessum tíma og er hann oftar en ekki stærri en laxinn, á hverju ári veiðast birtingar um og yfir 85cm!

Við eigum lausar vaktir í ágúst en í september eru seldir heilir dagar. Leyfin eru á afar hagstæðu verði og kosta heilir septemberdagar frá 47.000kr til félagsmanna SVFR.

Leyfi í Leirvogsá má sjá hér

By admin Fréttir