Laxveiðin á fullu skriði

Það er alltaf gaman að rýna í veiðitölur vikunnar þegar þær koma út frá Landssambandi Veiðifélaga.

Við skulum rýna í nokkrar tölur frá ársvæðum SVFR þessa vikuna:

Langá: vikuveiðin í Langá gaf 262 laxa og er hún komin í 608 laxa í sumar. Laxinn átti erfitt með að brjótast upp af neðsta svæði árinnar, en eftir stórstreymið nú um síðastliðna helgi fór laxinn að dreifa sér betur upp ánna og fór að veiðast alveg upp að Sveðjufossi.

Elliðaárnar: vikuveiðin í Elliðaánum gaf 133 laxa og er hún komin í 458 laxa í sumar. Gaman er að rýna í samantektir frá árnefnd Elliðaánna sem heldur úti facebook síðu sérstaklega fyrir árnar, hægt er að skoða hana HÉR.

Hítará: vikuveiðin í Hítará gaf 119 laxa og er hún komin í 275 laxa í sumar. Miðað við þær hremmingar sem dundu yfir í Hítarárdal fyrir skemstu, verður að segjast að veiðin er nokkuð góð og er laxinn farinn að skila sér í auknum mæli ofar í ánna, eftir að hafa verið tregur til að ganga Brúarfossinn.

Haukadalsá: vikuveiðin í Haukdalsá gaf 95 laxa og er hún komin í 210 laxa í sumar. Haukan fór heldur rólega af stað, en hefur verið frekar jöfn í veiði að undanförnu og mikið af nýjum laxi kominn í ánna.

Straumfjarðará: vikuveiðin í Straumfjarðará gaf 32 laxa og er hún komin í 104 laxa í sumar. Straumfjarðará var einnig frekar róleg af stað, en hefur smá saman verið að gefa í og laxinn farinn að ganga upp á efstu veiðistaði og töluvert af laxi sem er að koma inn á straumunum núna.

Gljúfurá: þann 17. júlí voru komnir 108 laxar í Gljúfurá. 383 laxar eru gegnir upp teljarann og er líklegt að eitthvað af laxi hafi komist fram hjá teljaranum í mestu rigningunni fyrr í sumar. Síðastliðna 3 daga hafa gengið upp 56 laxar, þannig að veiðimenn í Gljúfurá eiga von á góðri veiði.

 

By admin Fréttir