Nú þegar rigningar eru farnar að skila sér almennilega tekur laxveiðin góðan kipp.
Fínar göngur hafa verið í Korpu og hann Ragnar Snorri Pétursson fékk að kynnast því um helgina. Það voru fiskar að ganga á hverju flóði og það var fiskur í flestum hyljum að stíflu. Þeir lönduðu 12 löxum bæði á maðk og flugu. Veiðitúrinn var svo toppaður með 87 cm hæng úr Göngubrúarhyl í gær.
Þeir sem eiga daga þar á næstunni eru í toppmálum. Næsti lausi dagur í Korpu er 21. júlí og miðað við flóð á mikið af fiski eftir að ganga í ána á næstu dögum.
Hér fyrir neðan koma nokkrar myndir síðan um helgina sem við fengum frá Ragnari og þökkum við honum fyrir að fá að birta þær.
Með veiðikveðju,
SVFR