Laust í Langá

Veiðin í Langá sumarið 2017 hefur verið alveg prýðileg hingað til og mikið af fiski í ánni. Að kvöldi 19. júlí höfðu veiðst 731 lax eða 199 laxar á vikunni og hefur vikuveiðin haldist nokkuð stöðug það sem af er sumri. Stórstreymt er 24. júlí og Langá er þekkt fyrir flottar göngur á seinni stóra straum í júlí. Við erum spennt að sjá hvað gerist næstu daga en svakalega flott vatn er í ánni og búið að vera í allt sumar. Töluvert af fiski er genginn upp á “Fjallið” og því orðið mjög rúmt um stangirnar 12 sem leyfðar eru í ánni. Sú breyting var gerð fyrir sumarið 2017 að nú er hvert svæði í ánni veitt á heilli vakt í þriggja daga hollum. Tvær stangir veiða hvert svæði og því er skipt innbyrðis á svæðum á 3 tíma fresti í stað 1,5 tíma fresti áður.

Áin er vel seld þetta sumarið en við eigum þó nokkrar stangir á stangli hér og þar. Næst er laust 29. júlí – 1. ágúst og svo aftur í hollinu 1. – 4. ágúst. Svo eru lausar stangir í hollinu eftir verslunarmannahelgi 7. – 10. ágúst en eftir það er uppselt til 28. – 30. ágúst. Nú er frábært tækifæri til að komast í topp laxveiði í einni af bestu ám landsins sem, þegar þetta er ritað, situr í 6. sæti yfir aflahæstu ár landsins.

Til að bóka veiðileyfi í Langá í sumar er áhugasömum bent á að hafa samband við Stjána Ben á netfangið [email protected] en einnig er hægt að bóka leyfi á vefsölunni okkar.

Langá 29. júlí – 1. ágúst

Langá 1. – 4. ágúst

Langá 7. – 10. ágúst

Langá 28. – 29. ágúst

Langá 29. – 30. ágúst

Langá 19. september

Langá 20. september

Langá 21. september 

Langá 22. september

By admin Fréttir