Nýkjörin stjórn Kvennanefndar SVFR hélt fund fyrr í vikunni og byrjaði að plana veturinn, það verður nóg um að vera hjá þeim eins og undanfarin ár.
Berglind Ólafsdóttir hættir í stjórn Kvennanefndarinnar og viljum við þakka henni fyrir vel unnin störf. Í hennar stað kemur Sæunn Björk Þorkelsdóttir.
Endilega fylgið Kvennanefndinni á bæði Facebook og Instagram, þar eru viðburðir auglýstir og margt fleira.
Á myndinni eru, talið frá vinstri: Lilja Bjarnadóttir, Sæunn Björk Þorkelsdóttir, María Hrönn Magnúsdóttir og Helga Gísladóttir.