Kröftugar göngur í Varmá!

Eftir mikla þurrka í sumar í Varmá kemur sprengjan!

Við heyrðum í Valgeiri Ásgeirssyni sem man varla eftir annarri eins göngu í Varmá af stórum sjóbirtingum, en hann býr í Hveragerði og fylgist vel með ánni nánast á hverjum degi. Hann sendi okkur myndband af stöðunni í Reykjafossi í dag og hafði orð á því að nokkrum tímum fyrr hafi meira af fiskum, stærri fiskum verið að bruna upp fossinn, en þá var myndavélin ekki með í för. >>Myndbönd frá þessum göngum má sjá hér<<

Veiðimenn sem hafa verið að veiðum í dag og í gær hafa lent í sannkallaðri veislu og t.d. þá fékk Ómar Smári Óttarsson ásamt föður sínum og bróðir 12 fiska í gær af öllum stærðum. Lesa má nánar um þá ferð á Vísi. Síðan þá hafa göngurnar haldið áfram. Sjá má mynd efst í þessari frétt af Ómari með stærðar birting!

Við heyrðum einnig frá Heimi Bjarnason, sem rekur gofishing.is, en hann hrósaði því að loksins væri nóg vatn í Varmá. Hann var við leiðsögn í ánni í dag og var með 3 stangir. Þeir fengu um 20 sjóbirtinga í stærðunum 55-80cm. Hér fyrir neðan má sjá mynd af ánægðum veiðimann í dag sem Heimir var að leiðsegja.


Ánægður veiðimaður í Varmá í dag!

Þetta sumar ætlar að verða ár sjóbirtingsins, en einnig höfum við heyrt góðar fréttir af sjóbirtingsveiðum að austan, þannig að ætla mætti að þeir sem eigi leyfi í Varmá og Eldvatnsbotnum séu í góðum málum. Fyrir þá sem eiga ekki veiðileyfi á þessum svæðum geta andað léttar því nóg er til af veiðileyfum næstu vikurnar á þessum svæðum í netsölu okkar. Við bendum viðskiptavinum okkar að kominn er nýr möguleiki við leit á veiðileyfum undir hlekk sem heitir VEFSÖLULISTI en þar er mjög auðvelt að finna veiðileyfi hvort heldur er á tölvu eða í símtækjum.  SJÁ HÉR

 

Með sjóbirtingskveðju,

SVFR 

By admin Fréttir