Kastklúbbur Reykjavíkur – Flugukastnámskeið

Kastklúbbur Reykjavíkur, í samstarfi við Veiðiflugur, býður upp á flugukastnámskeið fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna.

Farið verður yfir öll atriði einhendukasta og er þetta því kjörið tækifæri til að afla sér góðrar þekkingar og auka færni sína.

Kennslan fer fram innanhúss í TBR húsinu, Gnoðarvogi 1, eftirfarandi sunnudagskvöld: 24. apríl, 1. maí, 8. maí og 15. maí.

Í framhaldinu taka við tvær kvöldstundir þar sem kennt verður utandyra. Samtals eru þetta sex kvöldstundir.

Kennslan fer fram frá kl. 20:00 til 22:00, en þátttakendur eru hvattir til að mæta tímanlega fyrsta kvöldið. Gott er að hafa innanhússkó meðferðis.

Kastklúbburinn útvegar stangir fyrir æfingar innanhúss til að hlífa flugulínunum, en þátttakendur mæta með eigin stangir í útikennslu.

Starfsfólk Veiðiflugna mun veita ráðleggingar varðandi flugustangir, línur og tauma. Þá gefst þátttakendum m.a. tækifæri til að prófa spennandi flugustangir og flugulínur.

Verðið er 22.000 kr. á mann og fer skráning fram á netfanginu [email protected] eða í síma 864-4322 (Ingvar Stefánsson)

By SVFR ritstjórn Fréttir