Júní – Hvað er í boði

Það styttist óðfluga í fyrstu laxveiðiár SVFR opni, eftir langa og erfiða þurrkatíð fór loksins að rigna og stefnir allt í að það verði flott vatn í ám á Vesturlandi. Við eigum til flott leyfi og ákváðum að henda í smá samantekt.

Laxá í Laxárdal

Stórir urriðar og teknísk veiði, það má segja að Laxárdalurinn sé griðastaður fluguveiðimannsins. Það eru nokkrir lausir dagar í júní og má sjá þá hér.

Laxá í Mývatnssveit

Það var ágæt veiði í opnuninni þrátt fyrir erfiðar aðstæður, miðað við veðurspá má búast við því að það verði sprengja á næstu dögum. Það er ein stöng eftir dagana 19-21 júní og hana má nálgast hér.

Leirvogsá
Það var góð laxgengd í Leirvogsá í fyrra og við eigum von á að hún verði með sama móti í ár, það var gerð stór breyting varðandi veiðireglur og núna má veiða á maðk í allri ánni! Við eigum nokkra lausa daga í lok mánaðar og þar á meðal opnunin, leyfin má sjá hér
Varmá
Framundan er mjög vanmetinn tími í Varmá, uppistaðan í veiðinni er staðbundinn silungur og hann getur verið afar vænn. Maður þarf að beita brögðum til að fá hann til að taka þar sem hann er var um sig, hann liggur gjarnan á svæðinu á milli Stöðvarbreiðu og Teljara þar sem áin hlykkjast mikið. Síðan í lok mánaðar fara fyrstu sjóbirtingarnir að koma upp í ánna, þá er gott að fylgjast með flóði og fjöru og veiða bakkana. Gaman er að minnast á að það veiddist lúsugur birtingur 17. júní fyrir nokkrum árum!
Lausa daga í Varmá má sjá hér.
Ef það kvikna einhverjar spurningar varðandi ársvæði ekki hika við að hringja í okkur eða senda tölvupóst.
By SVFR ritstjórn Fréttir