Hvað á að gera við veiddan eldislax og hnúðlax?

Umræðan varðandi hnúðlaxa hefur verið mikil í ár, þeir veiðast aðallega annað hvert ár og hittir það á oddatölur. Næsta hnúðlaxasumar verður 2023 síðan 2025 og svo framvegis.

En þá kemur að spurningunni, hvað skal gera við veiddan hnúðlax?

Best er að drepa hann og frysta hann heilan, síðan skal tilkynna fiskinn og koma honum til Hafrannsóknarstofnunar, síminn hjá þeim er 575 5000 og netfangið [email protected]. Sama gildir um veiddan eldislax.

Hér á heimasíðu Hafró er hægt að lesa um hnúðlaxa.

Við höfum heyrt um að hnúðlax hefur veiðst í Haukadalsá, Langá, Laugardalsá og Sandá, enn hefur enginn hnúðlax gengið í gegnum teljarann í Elliðaánum eða Korpu. Ef einhver kemur auga á hann má endilega senda okkur línu svo við getum tilkynnt það.

By SVFR ritstjórn Fréttir