Höfðinginn í Árbæjarhyl loksins sigraður!

Margir veiðimenn sem hafa lagt leið sína í Elliðaárnar í sumar hafa rekist á stórfiskinn í Árbæjarhyl sem hefur sýnt sig af og til. Nokkrar sögur eru til þar sem menn hafa sett í hann en þær viðureignir hafa verið mjög stuttar!

Hörður Birgir Hafsteinsson átti síðdegisvakt í ánum í dag og um kl. 18 setti hann í og landaði höfðingjanum sem tók Munroe Killer #16.  Það var mikið af fiski í hylnum og Hörður búinn að prófa nokkrar flugur en það var ekki fyrr en Munroe Killerinn fór undir að hann fékk þennan höfðingja til að taka.  Fiskurinn var mældur 95 cm að lengd og klárlega fiskur í yfirstærð sé miðað við meðalstærð í Elliðaánum.

Við óskum Herði til hamingju með þennan fallega lax!

By Ingimundur Bergsson Fréttir