Hausttilboð til félagsmanna

Við höfum ákveðið að bjóða félagsmönnum að kaupa óseldar stangir í Langá, Haukadalsá og Sog Bíldsfelli á góðum afslætti. Nú er því um að gera fyrir félagsmenn að kíkja á netsöluna okkar og gera góð kaup. Flott vatn er í ánum núna og búð að vera góð veiði síðustu daga.

Frábær veiði hefur verið í Langá síðustu daga og vikur eftir að það fór að rigna og má þá nefna tvö kvennaholl sem voru með bestu aflatölurnar í sumar og annað þeirra með 8 maríulaxa!

Einnig vorum við að fá fínar fréttir úr Soginu um að áin væri að hreinsa sig, en mikið slý hefur verið í ánni sem hefur hamlað veiði þar það sem af er sumri.  Í fyrra var septembermánuður frábær í Bíldsfelli þannig að vonandi verður sama upp á teningnum í ár!

 

Vefsala Bíldsfell

Vefsala Langá

Vefsala Haukadalsá

 

 

Með kveðju,

SVFR

 

By admin Fréttir