Grjótá og Tálmi

Við viljum beina þeim tilmælum til veiðimanna sem eru að fara að veiða í Grjótá og Tálma þessi misserin að sýna aðgát við árbakkann. Nýji farvegur Hítarár rennur í Tálmann og hefur því vatnsmagn í Tálma snarlega hækkað og er farið að grafa úr bökkum ársvæðisins. Við biðlum því til veiðimanna að fara varlega við ánna.

Ágætis veiði hefur verið á svæðinu þrátt fyrir mikið vatsnmagn, flott ganga kom inn í Hítará nú á stórstreyminu um síðustu helgi og skila þeir fiskar sér að öllum líkindum inn í Grjótá og Tálma á næstu dögum.

By admin Fréttir