Góður gangur í Gljúfurá!

Gljúfurá í Borgarfirði er í toppmálum þessa dagana.  Það er kjörvatn í ánni og laxinn er vel dreifður um ána.  Veiðin er að skiptast nokkuð jafnt á flugu og maðk og greinilegt að laxinn er í miklu tökustuði.  Hollið sem lauk veiðum í gær endaði með 17 laxa, tvo sjóbirtinga,  eina bleikju og eina flundru.  Stærstu laxarnir voru 84 cm og 80 cm.

Búið er færa 56 laxa, 10 urriða og eina bleikju til bókar, en rafræna veiðibók mál nálgast hér.

Þetta er góðar fréttir úr Gljúfurá!

Með veiðikveðju,

SVFR

 

By Ingimundur Bergsson Fréttir