Góðar göngur í Gljúfurá!

Laxveiðiárnar á suðvesturhorninu er enn að glíma við mikið vatn sem í flestum tilfellum seinkar göngu laxsins upp árnar. Þar er hindranir eru fyrir laxinn virðist hann bíða með að synda upp árnar sínar og hefur hann því bunkast í miklu mæli neðst í ánum.

Í Gljúfurá í Borgarfirði hefur laxgengd og veiði farið vel af stað. Í ánna hafa gengið um 275 fiskar sem er ótrúlega mikið og mun meira heldur en gengið hefur upp í flestar stóru laxveiðiárnar. Fiskur er enn að ganga á fullu og það verður spennandi að fylgjast með hvort áframhald verði á þessum sterku göngum. Hægt er að fylgjast með teljaranum hér.

Veiðin hefur að sama skapi gengið vel en í ánni er veitt á 3 stangir. Hollin hafa verið að fá allt upp í 10 laxa og mest á neðra svæðinu fyrir neðan veiðihúsið.  Stærsti fiskurinn sem við höfum heyrt af þar var 81 cm.

Þessi skemmtilega laxveiðiá í Borgarfirði er að seljast upp en aðeins eru þrjú holl laus í í sumar, eitt 28. júlí, annað 21. ágúst og eitt 24. september.  Sjá nánar í vefsölu okkar hér!

 

 

 

By admin Fréttir