Góð sjóbleikjuveiði í Flókadalsá í Fljótum síðasta sumar!

Síðasta sumar var mjög gott í Flókadalsá í Fljótum, en áin er ein besta sjóbleikjuá landsins.  Um er að ræða þriggja stanga svæði með húsi og heitum potti. Meðalveiðin hefur verið um 600 bleikjur en í fyrrasumar var veiðin um 1200 bleikjur sem er frábær árangur á aðeins þrjár stangir. Svæðið nær frá Flókadalsvatni og fram að afrétt.

Frá síðasta sumri er búið að bæta aðstöðu fyrir veiðimenn og má þá nefna bætta aðgerðaraðstöðu og koma fyrir frysti.

Einnig er búið að setja á að veiðimenn þurfa að kaupa þrif og er það gert til að tryggja að veiðimenn komi að húsinu hreinu og fínu, Um er að ræða hóflegt gjald sem verður kynnt sérstaklega til veiðimanna sem sækja um leyfi á svæðinu.

 


Veiðihúsið við Flókadalsá í Fljótum. 

Einnig minnum við félagsmenn á að úthlutun til félagsmanna er í fullum gangi og lýkur félagaúthlutun 13. janúar kl. 24. Hægt er að nálgast söluskrá félagsins hér.

 

 

 

Með kveðju,

Skrifstofa SVFR

By admin Fréttir