Góð bleikjuveiði í Flókadalsá í Fljótum

Veiðiln hefur gengið mjög vel í Flókadalsá í Fljótum og er búið að veiðast þar yfir 1000 bleikjur sem er langt yfir meðaltali.

Meðalveiði í ánni hefur verið rúmlega 550 bleikjur en í fyrra fór veiðin yfir 1200 bleikjur og stefnir á a.m.k sambærilega tölu í ár.  Gott vatn er í ánni og mikið af bleikju hefur gengið í hana í sumar.

Áin er nánast uppseld í sumar en eitthvað er laust í september eins og sjá má í vefsölunni. https://www.svfr.is/voruflokkur/flok/

 

Með veiðikveðju,

SVFR

 

 

By admin Fréttir