Gleðilega hátíð og fengsælt komandi ár!

Stangaveiðifélag Reykjavíkur óskar félagsmönnum sínum, fjölskyldum þeirra og veiðimönnum öllum nær og fjær gleðilegrar hátíðar og fengsæls komandi árs með þökk fyrir samskiptin og samveruna á árinu sem er að líða.

Skrifstofan verður lokuð yfir hátíðirnar en opnar aftur á nýju ári, föstudaginn 3. janúar.

Þar sem úthlutun er í fullum gangi verðum við á fjarvaktinni á Þorláksmessu, föstdaginn 27. desember og mánudaginn 30. desember og svörum síma og tölvupósti.

Ef upp koma vandamál við umsóknir minnum við á að hægt er að senda inn umsóknir með tölvupósti á svfr@svfr.is.

Með hátíðarkveðju,
Skrifstofan

 

 

By SVFR ritstjórn Fréttir