Gleðileg jól og fengsælt komandi ár!

Stangaveiðifélag Reykjavíkur óskar félagsmönnum sínum, fjölskyldum þeirra og veiðimönnum öllum gleðilegra jóla og fengsæls komandi árs. Þökkum samskiptin og samveruna á árinu sem er að líða.

Á eftirfarandi dögum er skrifstofan lokuð yfir hátíðarnar:
23. desember, miðvikudagur
24. desember, fimmtudagur
30. desember, miðvikudagur
31. desember, fimmtudagur

Á þeim dögum sem skrifstofan er opin er enn um sinn lokað fyrir almennar heimsóknir vegna COVID. Þá er alltaf hægt að ná í okkur í síma 568 6050 eða með því að senda okkur tölvupóst á [email protected].

By SVFR ritstjórn Fréttir