Langá opnaði í morgun og það tók ekki langan tíma þangað til að fyrsti laxinn kom á land, Það var Hans Hjalti Skaale sem fékk gullfallega nýgengna 78cm hrygnu sem tók rauðan Frances cone á Breiðunni.
Aðstæður í Langá eru með besta móti og segja menn á staðnum að það sé nóg af fiski í ánni, 33 laxar hafa farið upp en teljarann í Skuggafossi en stór hluti fer fossinn í staðinn.