Fyrsti laxinn á land í Haukadalsá

Haukadalsá opnaði fyrir veiði í morgun. Holl sem er þar við veiða landaði þessum fallega 77 cm laxi á rauðan franceskón á veiðistaðnum Hornið. Annar sleit sig lausan þar sem var ekki minni auk þess sem þeir misstu fiska í Systraseli og Berghyl. Ágætis morgunvakt og spennandi að fylgjast með næstu vöktum.
Veiðimaðurinn á myndinni sem fékk fyrsta lax sumarsins heitir H.Ágúst Jóhannsson.
Gæti verið mynd af 2 manns, people fishing og fishing rod
By Árni Kristinn Skúlason Fréttir