Fréttir af ársvæðum

Það er aðeins að færast líf í árnar eftir rigningar  síðustu daga.

Holl sem lauk veiðum 4. sept í Gljúfurá landaði 16 löxum og þó nokkrum silungum, mikið líf í ánni og laxinn byrjaður að dreifa sér um ána.

Haukadalsáin er heldur betur búin að hrökkva í gang, hollið sem var við veiðar 5-7.sept var með 27 laxa skráða í bók, Haukan komin í gullvatn og mikið af fiski í henni.

Langá er hægt og bítandi að koma til, aðstæður í sumar hafa verið gríðarlega erfiðar en þó nokkuð af fiski er í ánni, nú er vatnsbúskapurinn á uppleið með rigningunum og veiðin líka.

Flekkudalsá er líka komin af stað, síðasta holl setti í 5 laxa þar af einn 79 cm. Þeir sáu mikið af fiski og það var byrjuð að koma hreyfing á hann þannig að þeir sem eiga veiði í Flekkunni eiga gott í vændum.

Miðá hefur einnig verið að koma mikið til eftir rigningarnar, holl sem lauk veiðum 3. sept var með 8 laxa og hollið á eftir þeim með 6 laxa, þess má geta að í september í fyrra veiddust 11 laxar!  Dalaárnar að fá langþráða vætu og það virðist vera nóg af fiski í þeim, gæti orðið veisla út sept!

Sandáin er búin að vera ansi fín í sumar, heildarveiðin er komin í 300 laxa, meðalstærð 71cm og 3,9kg! Óhætt að segja að Sandá sé heimili hinna stóru, eitt holl laust í þessari perlu.

 

Hér fyrir neðan má sjá þau leyfi sem eru laus í haustveiðinni hjá okkur.

Vefsala – SVFR  Sandá

Vefsala – SVFR  Langá

Vefsala – SVFR  Miðá

Vefsala – SVFR Gljúfurá 

Vefsala – SVFR  Laugardalsá

Vefsala – SVFR Flókadalsá efri

By Hjörleifur Steinarsson Fréttir