Framboðsfrestur rennur út í kvöld

Framboðsfrestur til stjórnarsetu og formannskjörs er til 23:59 í kvöld og hvetjum við alla félagsmenn til þess að bjóða sig fram til stjórnar SVFR.  Best er að senda tölvupóst á [email protected]

Aðalfundur Stangaveiðifélags Reykjavíkur verður haldinn þann 24. febrúar 2018. Fundurinn fer fram í Sal Garðyrkjufélags Íslands, Síðumúla 1 og hefst kl. 16:00. 

Eftir að frestur er runnin út, verður kynnt um frambjóðendur og þeir kynntir til leiks á heimasíðu félagsins.

Kveðja,
Stjórn SVFR

By admin Fréttir