Aðalfundur 2021 – Framboð

Aðalfundur Stangaveiðifélags Reykjavíkur verður haldinn 25. febrúar 2021 með fyrirvara um sóttvarnarreglur.
Fundurinn fer fram í Akóges salnum, Lágmúla 4 og hefst hann kl. 18.00.

Fram fara hefðbundin aðalfundarstörf en dagskrá fundarins verður birt á svfr.is þegar nær dregur. Á aðalfundinum er formaður SVFR kjörinn til eins árs og kosið er um sæti þriggja meðstjórnenda til tveggja ára.

Framboðum til stjórnar og fulltrúaráðs skal skilað á þar til gerðu formi á vef okkar svfr.is/frambod eigi síðar en 10. febrúar nk., fjórtán dögum fyrir aðalfund.

 

Með kveðju,

Skrifstofan

By SVFR ritstjórn Fréttir