Það styttist í aðalfund SVFR sem haldinn verður 24. febrúar næstkomandi. Nú á laugardaginn rann út framboðsfrestur til stjórnarkjörs og til kosningar formanns félagsins. Aðeins einn aðili sóttist eftir formannssætinu en 5 aðilar sækjast eftir sæti í stjórn félagsins og ber því að fagna að áhuginn sé svona mikill. Laus eru til kosningar 3 sæti í stjórn félagsins og því er ljóst að flott kosningabarátta er framundan.
Opnað verður fyrir utankjörfundaratkvæði á skrifstofu SVFR mánudaginn 19. febrúar, og verður opin alla vikuna fyrir aðalfund.
Hér að neðan eru þeir aðilar sem bjóða sig fram í stjórn félagsins og viljum við hvetja félagsmenn okkar til þess að kynna sér þá vel. Hægt er að smella á nafn viðkomandi og er þar kynning hvers og eins frambjóðenda:
Framboð til formanns SVFR:
Jón Þór Ólason
Framboð í stjórn SVFR:
Hrannar Pétursson
Hörður Birgir Hafsteinsson
Júlíus Bjarni Bjarnason
Lilja Bjarnadóttir
Rögnvaldur Örn Jónsson