Það er gefandi og gaman að taka þátt í starfi Fræðslunefndar þar sem verkefnin eru fjölbreytt en nefndin leggur m.a. áherslu á barna- og unglingastarf. Þetta er frábært tækifæri fyrir alla félagsmenn til þess að taka virkan þátt í félagsstarfinu.
Sendu umsókn á [email protected] og segðu okkur aðeins frá þér, hvaða kostum þú ert gædd(ur) en ekkert of formlegt. Við vonumst til að sem flestir sæki um og um miðjan nóv. látum við vita hverjir eru svo heppnir að komast að í þetta skipti.
Umsóknarfrestur er til og með 11. nóvember.