Fræðslukvöld – Þrif á veiðibúnaði

Þrif og viðhald á veiðibúnaði

Fræðslunefnd SVFR í samstarfi við Veiðihornið mun bjóða upp á fræðslukvöld 28. mars n.k. kl. 20.00 í húsnæði SVFR að Rafstöðvarvegi 14. Þar mun fulltrúi frá Veiðihorninu fræða menn um þrif og viðhald á veiðibúnaði og hvernig best sé að viðhalda veiðibúnaði og sérstaklega flugulínur fyrir og eftir veiðitímabil sem og eftir veiðitúra.

Kynning verður á efnum til að nota og hugsanlega verða efnin einnig til sölu fyrir áhugsama. Veiðimenn eru hvattir til að taka með sér veiðibúnað til að þrífa á staðnum. Með réttu viðhaldi á veiðibúnaði má auka endingu til muna auk þess sem að hreinar flugulínur vinna mun betur.

Kærkomið fræðslukvöld rétt áður en veiðimenn halda út í enn eitt veiðitímabilið.

 

Með kveðju,

Fræðslunefnd SVFR

By admin Fréttir