Frábær veiði hjá kvennahollunum!

Síðustu daga hafa kvennaholl verið við veiðar í Langá, mikið er af laxi í ánni og öll svæðin eru inni. Það sem hefur verið að gefa best eru litlar flugur í stærð 14-18, nú eru haustlitirnir sterkir í flugunum.

Árdísir fengu 19 laxa, Barmarnir fengu 26 og Kvennadeild SVFR fékk 33 laxa. Það var mikil stemning og allir skemmtu sér konunglega, þetta veiðilíf er svo sannarlega stórkostlegt.

Stærstu fiskarnir sem komu á land á þessum dögum voru 85cm  hrygnur sem veiddust í Hólmatagli og Sveðjuhyl,

Þær sem veiddu hrygnurnar heita Anna Lea Friðriksdóttir og Sigrún Þorleifsdóttir, myndin hér fyrir ofan er af Sigrúnu. Við óskum þeim til hamingju með þessu glæsilegu fiska!

By admin Fréttir