Okkur finnst alltaf gaman að fá veiðisögur og við fengum eina frá feðginunum Óskari og Lóu sem gerðu gott mót í Leirvogsá um daginn. Óskar sendi okkur stutta sögu sem má lesa hér fyrir neðan.
Sökum vinnu gátum við ekki nýtt daginn okkar en ákváðum samt sem áður að skreppa seinasta klukkutímann í Leirvogsánna í blíðskaparveðri.
Segja má að það hafi verið sannkallað golden hour því á þessum klukkutíma lönduðum við 4 sjóbirtingum.
Lóa var að prófa sig áfram á flugustönginni og stóð sig með prýði og landaði 2 flottum fiskum. Ég landaði 2 fiskum og segja má að ég hafi landað einum í viðbót.. Því ég landaði dótturinni í veiðidelluna.
Það er á hreinu að Leirvogsá er ennþá að gefa og fiskarnir eru dreifðir um svæðið. Fiskarnir komu á land í Breiðhyl, Litla Streng, Klapparhyl og Neðri Skrauta, allir komu á hina sívinsælu flugu Squirmy.
Það er laust í Leirvogsá um helgina og veðurspáin er góð – lausa daga má sjá hér.