Feðgarnir Sindri Þór Kristjánsson og Alexander Þór Sindrason (12 ára) áttu eftirminnilega vakt í Elliðaánum um síðustu helgi.
Sindri Þór byrjaði á því að fá fallegan lax í Símastreng á púpu. Skömmu seinna fer Alexander Þór yfir veiðistaðinn með Green Butt og setti í og landaði glæsilegum 86 cm laxi. Ungi veiðimaðurinn var bara rétt að byrja því skömmu seinna fara þeir feðgar upp í Höfuðhyl og þar landar Alexender 76 cm laxi. Vel af sér vikið hjá unga veiðimanninum Alexander Þór sem er strax farinn að veiða pabba sinn í kaf!
Sindri á reyndar einnig góðar minningar úr ánum síðan hann var ungur, en hann veiddi sinn fyrsta flugulax þegar hann var 14 ára gamall.
Þeir feðgar eiga eflaust eftir að rifja þessa vakt upp margoft á köldum vetrarkvöldum meðan beðið er eftir að nýtt veiðitímabili hefjist næsta sumar.
Alexander með 86 cm fisk úr Símastreng
Seinni fiskurinn úr Höfuðhyl.
Sindir Þór með einn úr Símastreng.
Með veiðikveðju,
SVFR