Forúthlutun og endurbókun fyrir 2022

Kæru veiðimenn,

Nú erum við byrjuð að huga að úthlutunum fyrir veiðisumarið 2022. Ákveðin ársvæði eru boðin í forúthlutun í heild eða að hluta til, þar sem þeir sem keyptu veiðileyfi 2021 eiga forkaupsrétt á sömu dögum fyrir 2022. Til þess að nýta þennan forkaupsrétt þurfa veiðimenn að fylla út endurbókunarformið okkar sem má finna á slóðinni:  svfr.is/endurbokun2022 

Þeir sem eiga rétt á endurbókunum ættu að hafa fengið tölvupóst þess efnið, en ef þú keyptir leyfi í fyrra á forúthlutunartíma og ekki fengið tölvupóst um endurbókun biðjum við þig að fylla út formið.

Viljir þú ekki nýta þér forkaupsrétt að veiðidögum 2022 biðjum við þig samt að fylla út í formið og haka við þann möguleika til þess að við getum hleypt þeim sem vilja komast að þá daga sem losna.

Ef þú varst ekki að veiða á forúthlutanartíma síðasta sumar en hefur áhuga á að kaupa veiðileyfi fyrir 2022 máttu gjarnan fylla út þetta sama form og merkja við þann möguleika.

Veiðisvæðin sem eru að fullu eða að hluta til í forúthlutun eru:

Flekkudalsá
Haukadalsá
Langá
Laugardalsá
Laxá í Mývatnssveit
Laxá í Laxárdal
Leirvogsá
Sandá

Almenn félagsúthlutun verður kynnt þegar hún fer af stað seinna í vetur, en þá geta félagsmenn sótt um önnur ársvæði og hluta þessara svæði sem eru frátekin fyrir félagsúthlutun.

SKRÁ ENDURBÓKUN eða umsókn í FORÚTHLUTUN hér:

Með veiðikveðju,

Skrifstofa SVFR

 

By Ingimundur Bergsson Fréttir