Það er búið að vera mikið um að vera á skrifstofunni undanfarnar vikur en forsalan fyrir árið 2018 er nú í fullum gangi en tölvupóstur þess efnis fór til allra félagsmanna þann 9. september.
Að þessu sinni eru dagsetningar í sjö veiðisvæðum í forsölu sem allir geta sótt um og eru félagsmenn sérstaklega hvattir til að sækja um.
Forsalan er fyrir þessar ár og dagsetningar:
Laxá í Laxárdal – allt tímabilið
Laxá í Mývatnssveit – allt tímabilið
Staðartorfa og Múlatorfa – allt tímabilið
Langá – 26. júní – 19. september
Hítará – 30. júní – 27. ágúst
Haukadalsá – 30. júní – 1. september.
Við hvetjum alla sem áttu veiðileyfi á þessum tíma í ár að hafa samband við skrifstofu sem fyrst ef óskir eru um að halda sömu dögunum að ári. Best er að senda tölvupóst á [email protected] en allar bókanir verða að vera skriflegar. Þær ár og dagsetningar sem ekki eru nefndar hér fara síðan í almenna félagsúthlutun eins og venja er.