Forsala á veiðisvæðum SVFR

Forsala á veiðisvæðum SVFR fyrir 2019

Nú fara ársvæði SVFR að loka eitt af öðru og því ekki úr vegi að fara að huga að veiðisumrinu 2019. Að þessu sinni verða 7 svæði í boði í forsölu, en forsalan er jafnt fyrir félagsmenn SVFR sem og utanfélagsmenn.

Þær ár og tímabil sem í boði eru:

Laxá í Laxárdal – allt tímabilið
Laxá í Mývatnssveit – allt tímabilið
Staðar og Múlatorfa – allt tímabilið
Langá – 26. júní – 19. september
Haukadalsá – 30. júní – 1. september
Straumfjarðará – 30. júní – 1. september
Laugardalsá – 9. júlí – 20. ágúst

Allar fyrirspurnir skulu sendast á svfr@svfr.is með ósk um daga og ársvæði.

Eins og venjan er þá eru einhverjar dagsetningar farnar af þeim sem hér eru nefndar að ofan, en þær eru þá bókaðar af þeim aðilum sem voru á þeim dögum í sumar. En allar umsóknir verða teknar inn og reynt að finna ákjósanlega daga.

Venjubundin félagsúthlutun hefst síðan vonandi í byrjun desember og þá fara öll svæði SVFR í úthlutun til félagsmanna.

Kveðja
Stangaveiðifélag Reykjavíkur

By admin Fréttir