Flugukastnámskeið á vegum Kastklúbbs Reykjavíkur.

Kast­klúbb­ur Reykja­vík­ur, býður upp á flugukast­nám­skeið fyr­ir byrj­end­ur jafnt sem lengra komna. Farið verður yfir öll atriði ein­hendukasta og er þetta því kjörið tæki­færi til að afla sér góðrar þekk­ing­ar og auka færni sína.

Kennsl­an fer fram inn­an­húss í TBR hús­inu, Gnoðar­vogi 1, eft­ir­far­andi sunnu­dags­kvöld: 16, 23. og 30. apríl,  og 7. maí.  Í fram­hald­inu taka við tvær kvöld­stund­ir þar sem kennt verður ut­an­dyra. Dags- og tímasetningar fyrir útitímana verða ákveðnir er nær dregur.  Sam­tals eru þetta sex kvöld­stund­ir. Kennsl­an fer fram frá kl. 20:00 til 22:00, en þátt­tak­end­ur eru hvatt­ir til að mæta tím­an­lega fyrsta kvöldið.

Gott er að hafa inn­an­hús­skó meðferðis. Kast­klúbbur­inn út­veg­ar stang­ir fyr­ir æf­ing­ar inn­an­húss til að hlífa flugu­lín­un­um, en þátt­tak­end­ur mæta með eig­in stang­ir í úti­kennslu. Starfs­fólk Veiðiflugna mun veita ráðlegg­ing­ar varðandi flugustang­ir, lín­ur og tauma. Þá gefst þátt­tak­end­um m.a. tæki­færi til að prófa spenn­andi flugustang­ir og flugu­lín­ur. Verðið er 25.000 kr. á mann og fer skrán­ing fram á net­fang­inu kast­[email protected]

By Ingimundur Bergsson Fréttir