Flott veiði í Korpu!

Þrátt fyrir leiðindaveður hefur veiðin í Korpu farið ágætlega af stað, Sigurður Duret var við veiðar í gær og sendi okkur línu.

“Ég mætti um 17:00 og byrjaði í Stíflunni, fékk 2 niðurgöngulaxa og missti annan þannig ég færði mig ofar.

Labbaði með ánni og kastaði á nokkra ómerkta veiðistaði fyrir neðan Stokka og fékk þar 6 sjóbirtinga og missti svipað, þar á meðal nokkra væna sjóbirtinga.

Allt tekið á litla streamera, svartan nobbler og svartan dýrbít. Setti nokkrar þurrflugur undir og missti þá fiska sem tóku þær”
Við viljum benda veiðimönnum á að það er talsvert af hoplaxi í Stíflunni, við hvetjum þá sem eiga leyfi í Korpu að einblína á aðra staði til að hlífa laxinum.
Það er hiti í kortunum og er um að gera að bóka veiði á næstunni – smellið hér til að fara í vefsöluna!
   
By Árni Kristinn Skúlason Korpa - Úlfarsá