Flott skot í Haukadalsá

Veiðimenn sem voru við Haukadalsá núna fyrir tveimur dögum fengu fínt skot. Flott vatn var í ánni að sögn veiðimanna þar sem að það rigndi vel inn á dal og til fjalla. Veðurskilyrði voru hávaðarok og úrkoma.

Náðu þeir félagar að landa 18 löxum á þessum tveimur dögum og verður það að teljast ágætis skot.

Nú fer hver að vera síðastur að komast í laxveiði og við eigum lausa daga í Langá og Laugardalsá. Það er vitað mál að um leið og einhver rigning hellist inn mun koma kröftug skot.

www.svfr.is/vefsala

By admin Fréttir