Þá hefur fyrsta hollið klárað í Mývatnssveit, veðurguðirnir léku ekki við veiðimenn og gáfu þeim allskonar veður. Það stöðvaði veiðimenn ekki og veiddust 212 urriðar, fiskurinn kemur vel undan vetri og er feitur og sterkur eins og venjan er fyrir norðan!
Hólmfríður sagði okkur að það vorar frekar seint en það eru mikil hlýindi í kortunum og er von á að allt taki mikinn kipp á næstu dögum. Við höfum heyrt af hörkuveiði í Laxárdal og fáum fréttir á morgun.
Það stefnir í frábært sumar fyrir norðan, við eigum laus leyfi sem má skoða hér.