Við leitum að 6 áhugasömum og sprækum félagsmönnum í árnefnd Flekkudalsár sem félagið verður með á næsta ári.
Árnefndir SVFR sinna lykilhlutverki í félagasstarfinu en þar fer fram þróttmikið og óeigingjarnt starf á ársvæðum félagsins. Nefndirnar eru umsjónaraðilar síns ársvæðis og sinna ýmsum verkefnum eins og veiðistaðamerkingu og sjá til þess að veiðihúsin séu tilbúin fyrir komu fyrstu veiðimanna í upphafi veiðitímabils. Þá sjá þær einnig um frágang á veiðisvæði og veiðihúsi, sé það til staðar, í lok veiðitímabilsins. Formaður árnefndar er er í samskiptum við tengilið stjórnar sem fer með svæðið og veitir honum upplýsingar og aðstoð eftir því sem við á.
Sendu okkur umsókn og segðu okkur aðeins frá þér, hvaða kostum þú ert gædd(ur) en ekkert of formlegt. Við vonumst til að sem flestir sæki um og fljótlega eftir að umsóknarfresti lýkur höfum við samband við þá sem eru svo heppnir að komast að í þetta skipti.
Umsóknarfrestur er til og með 11. október 2020