Emil Gústafsson var við veiðar í Bíldsfelli og lauk veiðum í gær ásamt félaga sínum. Saman fengu þeir 6 laxa og misstu 3 á einum degi. Stærsti fiskurinn var 84 cm.
Einn fiskur veiddist milli Garða og restin fékkst á Neðsta horni. Höfum heyrt af fiskum síðustu daga sem hafa veiðst í Sakkarhólma, Neðri og Efri Garði og víðar.
Það hefur verið erfitt í Bíldsfellinu yfir hásumarið í ár þar sem óvanalega mikið slý var í ánni, en eftir að áin hreinsaði sig hefur veiðin gengið mjög vel.
Við vekjum athygli á því að það eru lausir dagar á næstunni þar sem verð veiðileyfa er aðeins rúmlega 22þ krónur með góðu húsi – en það er 20% afsláttur þar til félagsmanna núna síðustu dagana sem í boði eru í sumar!
Með veiðikveðju,
SVFR