Kæru félagsmenn,
Nú styttist í næsta tímabil en félagsárið er 1. nóvember til 31. október ár hvert.
Við vorum að skrifa út reikninga fyrir félagsgjöldunum og ættu þeir að hafa borist ykkur í tölvupósti og krafa að birtast í heimabanka.
Ef þú kannast ekki við að hafa reikninginn í tölvupósti er hugsanlegt að við séum ekki með rétt netfang og biðjum þig að senda okkur uppfært netfang á [email protected] þannig að við getum uppfært skránna okkar.
Með bestu kveðju,
Skrifstofa SVFR