Endurbókun 2025

Allt í keng í Langá / Mynd Karl Lúðvíksson

Opnað hefur verið fyrir endurbókanir fyrir veiðitímabilið 2025 en mikilvægt er að fá staðfestingu frá þér sem fyrst, eða í síðasta lagi þriðjudaginn 15. október, hafir þú hug á að endurbóka þína daga.
Athugið að eingöngu er tekið á móti endurbókunum í gegnum svfr.is/endurbokun 
Ársvæði í endurbókun eru sem hér segir:
  • Flekkudalsá
  • Haukadalsá 30.6-1.9
  • Langá
  • Langá – efsta svæðið
  • Laugardalsá
  • Laxá í Mývatnssveit
  • Laxá í Laxárdal
  • Miðá í Dölum
  • Sandá
Hægt er að skrá sig á biðlista fyrir ofangreind ársvæði, að undanskildum Miðá og Flekkudalsá, en þeir dagar sem ekki eru endurbókaðir fara í úthlutun til félagsmanna sem fram fer í desember.
Ársvæði sem ekki eru tilgreind hér að ofan, eins og t.d. Elliðaár, Korpa, Leirvogsá, Gufudalsá og Gljúfurá, fara öll í úthlutun til félagsmanna en nánari upplýsingar um úthlutunarferlið er að finna á svfr.is/uthlutunalmupp/
By SVFR ritstjórn Fréttir