Elliðaár – útdráttur 2021

Útdráttur veiðileyfa í Elliðaánum 2021 verður á skrifstofu félagsins á morgun, föstudaginn 05. febrúar kl. 16:30. Niðurstöður verða kynntar á svfr.is og samhliða sendum við út reikninga til þeirra heppnu. Sem og áður er mikill áhugi meðal félagsmenna á leyfunum og því nokkur umframeftirspurn á ákveðnum tímabilum.

Þeir félagar sem ekki fá umbeðna viku stendur til boða að fá aðra lausa daga. Þeir dagar sem síðan standa eftir verða boðnir til sölu í vefsölunni.

Sökum covid er ekki hægt að bjóða félagsmönnum að vera viðstadda útdráttinn þetta árið. Til að tryggja að útdrátturinn fari hlutlaust fram verða 2 skoðunarmenn félagsins viðstaddir ásamt 3 félagsmönnum sem óskað verður eftir á fésbók félagsins.

Óskum félagsmönnum góðs gengis í útdrættinum.

By SVFR ritstjórn Fréttir