Brynjar Örn Ólafsson og Árni Freyr Stefánsson kíktu í Eldvatnsbotnana. Það var mikill fiskur á svæðinu, aðallega sjóbirtingur en þó lax að stökkvar þar líka.
Þeir urðu aðallega varir við fiska í vestari kvíslinni, nánar tiltekið í Beygjunni, Heljarhyl og Breiðunni. Þeir tóku þó einn í eystri kvíslinni. Þeir voru aðallega að veiða á flotlínu og fengu mestu viðbrögðin við Dýrbít, Green butt og Black Ghost. Einnig rauðu og gulu eins og Dentist, Frances og Orange nobbler.
Eldvatnsbotnar er skemmtilegt tveggja stanga svæði. Rétt er að benda á að aðeins eitt holl er þar eftir, 22.-24. september. Stöngin í tvo daga kostar kr. 37.800 með fínu veiðihúsi. Tvær stangir eru á svæðinu og eru þær seldar saman.
Hér má sjá Árna Frey með einn pattaralegan sjóbirting. Efri myndin er af Brynjari Erni Ólafssyni með einn amk 70 cm birting!