Ekki verður veitt í Andakílsá sumarið 2017

Á föstudaginn síðastliðinn fengum við bréf frá Veiðifélagi Andakílsár um málefni árinnar fyrir sumarið 2017. Í kjölfarið var tekin sameiginleg ákvörðun SVFR og Veiðifélags Andakílsár um að ekki verði veitt í ánni sumarið 2017. Þessi ákvörðun er byggð á ráðleggingum sérfræðinga Hafrannsóknarstofnunnar.

Þessa dagana vinnum við að aðgerðaráætlun um endurgreiðslu á veiðileyfum til þeirra sem hafa keypt leyfi í ánni og/eða að finna þeim önnur veiðileyfi. Við munum hafa samband við hvern og einn um úrlausn þeirra mála og biðjum við alla þá sem eiga leyfi í ánni í sumar að sýna okkur þolinmæði á meðan þeirri vinnu stendur. Við vitum að þetta kemur sér ofboðslega illa fyrir alla aðila en við biðjum ykkur að hinkra við á meðan við göngum frá öllum lausum endum.

By admin Fréttir