Ekki gefin út veiðileyfi á pappír í ár

Við hjá Stangveiðifélagi Reykjavíkur höfum ákveðið að hætta að gefa út veiðileyfi á pappír líkt og tíðkast hefur hingað til. Við munum þess í stað senda lista yfir veiðimenn á alla veiðiverði og er nóg að mæta með skilríki. Fyrir þá sem vilja hafa pappír í höndunum bendum við á greiðsluseðlana sem sendir voru heim eftir úthlutun en einnig er hægt að senda okkur tölvupóst og óska eftir afriti af reikning sent í tölvupósti. Þeir sem kaupa veiðileyfi í gegnum vefverslunina okkar fá reikninginn sendan í tölvupósti og get því nálgast reikninginn í pósthólfinu sínu.

Við viljum beina öllum frekari fyrirspurnum á netfangið [email protected]