Drottning Norðursins – sértilboð til félaga SVFR

Félögum í SVFR býðst að kaupa stórvirkið Laxá í Aðaldal – Drottning norðursins eftir Steinar J. Lúðvíksson á sérstöku tilboðsverði, aðeins 10.999 kr. (Fullt verð er 15.999). Bókin er öll hin glæsilegasta, 350 síður að lengd, í stóru broti og ríkulega skreytt myndum. Textinn er lifandi og læsilegur – sannkallaður kjörgripur öllum þeim er stundað hafa stangveiði.

Það eina sem þú þarft að gera er að slá inn afsláttarkóðann LAX þegar þú lýkur kaupunum með því að smella hér: https://bjartur-verold.is/collections/2024/products/laxa-i-adaldal-drottning-nordursins

Laxá í Aðaldal hefur verið kölluð drottning norðursins. Hún er rómuð fyrir fegurð og fisksæld og er ein af perlum íslenskrar náttúru. Hér rekur Steinar J. Lúðvíksson sögu veiða í ánni, segir frá frægum veiðimönnum og minna þekktum, og deilum um nýtingu hennar.

Þá fjallar hann um Laxárfélagið, upphaf þess, starfsemi og endalok, en félagið hafði meginhluta árinnar á leigu í áttatíu ár.

By Árni Kristinn Skúlason Fréttir