Draumaaðstæður í Langá! – – Laus leyfi – –

Nú eru laxveiðiárnar á vesturlandi loksins að taka við sér og er Langá þar engin undantekning.

Veiðin hefur gengið vel eftir að áin hreinsaði sig og nú er virkilega flott vatn í ánni og fiskur dreifður.  Í gær veiddust t.d. 23 laxar! Miðað við hvernig ástandið hefur verið í sumar mættir segja að nú fari svokallað ” præm time” í hönd! .

Það er ekki öll nótt úti enn vilji menn komast í Langá enda þó nokkuð til af veiðileyfum í september, en þar er boðið upp á tveggja daga veiði, hálfur, heill, hálfur.  Fæðisskylda er í september en boðið er upp á ódýrar fæði en yfir hásumarið eða aðeins kr. 18.900.-

Einnig viljum við sérstaklega benda á að hollið 1.-3. september er laust í heild sinni, en það er 2 daga holl. Þar kostar stöngin kr. 139.800 eða aðeins kr. 69.900 stangardagurinn. Séu menn tveir á stöng er dagurinn aðeins um 35.000.-

Kominn er nýr flipi á heimasíðu okkar sem auðveldar til muna að finna leyfi sem heitir VEFSÖLULISTI. Hér fyrir neðan má sjá þau leyfi sem eru laus í Langá það sem eftir lifir veiðitímans. Verðið miðast við eina stöng þann tíma sem skilgreindur er.

Með laxakveðju!

SVFR

By admin Fréttir