CADDIS Í LAXÁRDALNUM 11.-14. JÚLÍ OG 14.-17. JÚLÍ
Vegna mikillar eftirspurnar í Caddis hollin í júní sem vel að merkja eru uppseld, hefur SVFR ákveðið í samstarfi við þá Caddis bræður að bæta við Caddis hollum í júlí.
Hverjir eru “Caddis” bræður?
Bræðurnir Hrafn og Óli hafa veitt í Laxárdalnum frá því 1983 og starfað sem leiðsögumenn á svæðinu á því tímabili og eru því fróðir á öllum sviðum urriðaveiða, lífríki árinnar og þeirra sérgrein er þurrfluguveiði.
Skemmtilegt podcast var með þeim bræðrum í Flugucastinu sem hægt er að nálgast HÉR.
Topptími í ánni þar sem þeir caddis bræður Hrafn og Óli halda utan um veiðimenn og leiðbeina af sinni alkunnu snilld.
5 stangir lausar í hvort holl, 11-14/7 og svo 14-17/7
Þetta er einstakt tækifæri til að læra leyndardóma silungsveiðinnar af þeim bestu, fyrstir koma fyrstir fá!